fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Orðrómurinn staðfestur – Nkunku þegar gengist undir læknisskoðun í London og fer næsta sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 30. september 2022 08:51

Christopher Nkunku. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun fóru af stað sögur þess efnis að Christopher Nkunku myndi ganga til liðs við Chelsea næsta sumar og að hann hafi þegar farið í læknisskoðun.

Nkunku er 24 ára gamall og er á mála hjá RB Leipzig í Þýskalandi.

Nú hafa tveir virtir blaðamenn í knattspyrnuheiminum, Christian Falk hjá BILD og Matt Law hjá Telegraph, tekið undir að Nkunku sé á leið til Chelsea og að hann hafi þegar gengist undir læknisskoðun.

Það bendir því allt til þess að Frakkinn sé á leið til Lundúna næsta sumar. Hann er með klásúlu í samningi sínum við Leipzig, sem gerir honum kleift að fara fyrir 60 milljónir evra.

Nkunku hefur verið á mála hjá Leipzig síðan 2019. Hann kom frá Paris Saint-Germain í heimalandinu, en hann er uppalinn hjá Parísarfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast
433Sport
Í gær

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka
433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans
433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár