fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Ný ummæli fyrrum stjörnu í úvalsdeildinni högg í maga United og Liverpool

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. september 2022 09:00

Hvað gerir Liverpool gegn Rangers? Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bacary Sagna, fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, telur að Liverpool gæti misst af sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, í fyrsta sinn síðan 2016.

Liverpool hefur ekki farið vel af stað í deildinni og er í áttunda sæti með níu stig eftir sex leiki.

„Ég held að Liverpool geti dottið úr topp fjórum á þessu tímabili byggt á fyrstu leikjunum. Það er einfaldlega vegna þess að liðið hefur tapað svo mörgum stigum nú þegar. Þeir eru nú þegar níu stigum á eftir toppliði Arsenal. Það er erfitt að brúa bilið þegar liðin fyrir ofan eru öll að vinna,“ segir Sagna.

„Ég held að Arsenal, Tottenham og Manchester City verði pottþétt í topp fjórum. Þá er bara eitt pláss eftir. Liverpool og Chelsea munu berjast um það.“ Athygli vekur að Sagna minnist ekki á Manchester United, en liðið er í fimmta sæti og hefur verið á góðu skriði undanfarið.

Sagna telur að Liverpool þurfi að brúa bilið í efstu liðin áður en HM skellur á. Það hefst 20. nóvember.

„Liverpool má ekki tapa stigum eins og er. Það er mjög stutt í hlé vegna HM. Liverpool vill ekki vera langt á eftir hinum liðunum þá. Það verður ekki auðvelt að koma sér aftur af stað eftir HM. Þeir verða að halda sér nokkuð nálægt hinum liðunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hegðun Ronaldo um helgina vekur furðu – Var í vondu skapi þrátt fyrir sigur

Hegðun Ronaldo um helgina vekur furðu – Var í vondu skapi þrátt fyrir sigur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi
433Sport
Í gær

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool