fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Leynilegt ástarsambandi í klefanum hjá Arsenal sem enginn hefur vitað um

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. september 2022 08:00

Scott (t.h) ræðir málið við kynningu bókarinnar. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alex Scott fyrrum leikmaður Arsenal og nú sjónvarpskona í Bretlandi hefur greint frá leynilegu ástarsambandi sem hún átti við samherja sinn hjá Arsenal.

Scott og Kelly Smith voru kærustupar í nokkur ár án þess að nokkur hefði hugmynd um það.

Scott segir frá ástarsambandinu í ævisögu sinni en sambandið hófst þegar Scott var ung að árum en Kelly er sex árum eldri.

„Ég fór fram og til baka með það hvort ég vildi skrifa þennan kafla,“ segir Scott sem er 37 ára gömul í dag.

Ástarsamband hennar og Kelly hófst árið 2005 í klefanum hjá Arsenal en þær sömdu svo báðar við lið í Bandaríkjunum og flutti þangað nokkrum árum síðar.

„Ég vildi ekki segja ósatt um neitt í bókinni. Þetta er mitt fyrsta ástarsamband, ég varð mjög ástfangin,“ segir Scott.

„Svo er það ástarsorgin og þeir hluti. Þetta er stór hluti af mínu lífi og ég myndi ekki vilja breyta neinu,“ segir Scott.

Scott er einhleyp í dag en hún er tvíkynhneigð en á meðan er Kelly í ástarsambandi með konu og eiga þær saman tvö börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Alfreð Finnboga hættur hjá Breiðablik – Ráðinn í stórt starf hjá norska risanum

Alfreð Finnboga hættur hjá Breiðablik – Ráðinn í stórt starf hjá norska risanum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín
433Sport
Í gær

Fær harða gagnrýni í heimalandinu eftir brottreksturinn – Barnalegur og þrjóskur

Fær harða gagnrýni í heimalandinu eftir brottreksturinn – Barnalegur og þrjóskur
433Sport
Í gær

Starf Edu strax í hættu

Starf Edu strax í hættu