fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Víðir blandar sér í hitamálið í kringum KSÍ – „Hafa þeir sem kallað hafa eft­ir þessu hugsað málið alla leið?“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 09:00

Víðir hefur í mörg ár verið einn færasti blaðamaður landsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Sigurðsson blaðamaður á Morgunblaðinu blandar sér í mál málanna hjá KSÍ í dag þar sem rætt og ritað hefur verið um það af hverju leikmenn úr A-landsliði karla mæta séu ekki færðir í U21 árs landsleik í kvöld.

A-landsliðið mætir Albaníu í Þjóðadeild karla og getur ekki unnið riðil sinn á meðan U21 árs liðið er í umspili um laust sæti á EM.

Sjö leikmenn sem gjaldgengir eru í U21 liðið eru í A-landsliðinu en Arnar Þór Viðarsson þjálfari A-liðsins tók þá ákvörðun að halda í þá leikmenn.

U21 liðið tapaði heimaleiknum 1-0 en mætir liðinu á útivelli í kvöld. Víðir blandar sér í málið. „Síðustu daga hef­ur verið kallað eft­ir því að leik­menn úr A-landsliði karla í fót­bolta verði færðir yfir í 21-árs landsliðið fyr­ir seinni um­spils­leik­inn gegn Tékk­um í dag, í stað þess að spila með A-liðinu gegn Alban­íu. Þar með auk­ist mögu­leik­arn­ir á því að 21-árs liðið kom­ist í loka­keppni EM í annað skiptið í röð sem yrði sann­ar­lega glæsi­leg­ur ár­ang­ur,“ skrifar Víðir í Morgunblaðið.

Víðir veltir því þó fyrir sér hvort málið sé hugsað alla leið af þeim sem kalla eftir þessu.

„En hafa þeir sem kallað hafa eft­ir þessu hugsað málið alla leið? Strák­arn­ir sem hafa spilað þessa undan­keppni með 21-árs liðinu og staðið sig frá­bær­lega, eiga þeir allt í einu að víkja í síðasta leikn­um fyr­ir mönn­um sem hafa alls ekki verið í liðinu eða hópn­um?“

„Og hvað ætti þá að gera á næsta ári ef leik­ur­inn ynn­ist og Ísland kæm­ist í loka­keppn­ina? Ættu þá A-landsliðsmenn­irn­ir að halda áfram og fara þangað í stað strákanna sem unnu að lang­mestu leyti fyr­ir keppn­is­rétt­in­um á mót­inu?“

Grein Víðis má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mbappe gefur lítið fyrir eigið afrek

Mbappe gefur lítið fyrir eigið afrek
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eru komnir í baráttu við félög í Mið-Austurlöndum um undirskrift Modric

Eru komnir í baráttu við félög í Mið-Austurlöndum um undirskrift Modric
433Sport
Í gær

Mætti meiddur og gefst upp á að reyna að ná næsta leik

Mætti meiddur og gefst upp á að reyna að ná næsta leik
433Sport
Í gær

Undirbúa það að reisa styttu af Messi

Undirbúa það að reisa styttu af Messi
433Sport
Í gær

Viðar Örn sagður skrifa undir á næstu dögum – „Held að Heimir geti alveg blásið lífi í hann“

Viðar Örn sagður skrifa undir á næstu dögum – „Held að Heimir geti alveg blásið lífi í hann“
433Sport
Í gær

Fékk skilaboð um að hann geti gleymt því að fara frá United í janúar

Fékk skilaboð um að hann geti gleymt því að fara frá United í janúar
433Sport
Í gær

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi
433Sport
Í gær

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið