fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Þetta sagði Alfreð Finnbogason við samherja sína eftir leik – Kári og Rúrik kalla þetta klisju

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 21:11

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið sýndi hetjulega baráttu gegn Albaníu á útivelli í Þjóðdeildinni í kvöld þegar liðið jafnaði leikinn á 96 mínútu. Aron Einar Gunnarsson var rekinn af velli á tíundu mínútu.

Aron Einar lenti í eltingaleik við sóknarmann Albaníu og braut af sér. Eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið í VAR-skjánum rak hann Aron af velli.

Albanir tóku svo forystuna í leiknum á 35 mínútu þegar Ermir Lenjani skallaði knöttinn í netið á fjærstöng.

Íslenska liðið átti fína spretti í leiknum og síðari hálfleikurinn var vel spilaður, það skilaði sér á sjöttu mínútu í uppbótatíma þegar Mikael Neville Anderson skoraði.

Hörður Magnússon íþróttalýsandi Viaplay var á vellinum og heyrði Alfreð Finnbogason tala við samherja sína í klefanum.

„Svona verða lið til,“ sagði Alfreð í klefanum við samherja sína eftir leikinn í Tirana.

Ummæli Alfreðs voru rædd á Viaplay af fyrrum samherjum Alfreðs. „Það er margt til í því, fótbolti er leikur klisjanna,“ sagði Rúrik Gíslason.

Kári Árnason brosti. „Hann hendir heldur betur í klisju inn í klefa,“ sagði Kári léttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Í gær

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
433Sport
Í gær

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn