fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Ísland ekki með á EM eftir jafntefli í Tékklandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 17:54

Íslenska liðið fagnar á Víkingsvelli í síðasta leik. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska U-21 árs landsliðið fer ekki á lokamót EM á næsta ári eftir markalaust jafntefli gegn Tékklandi í dag. Fyrri leikur liðanna fór 1-2 fyrir Tékka á Íslandi og þurfti því sigur í dag.

Fyrri hálfleikur var fremur rólegur. Ísland stýrði leiknum þó að mestu og var lítil sem engin ógn nálægt marki liðsins.

Aftur á móti átti íslenska liðið sömuleiðis erfitt með að skapa sér færi hinum megin á vellinum þrátt fyrir að vera töluvert meira með boltann.

Markalaust var að loknum fyrri hálfleik.

Ísland tók algjörlega yfir leikinn snemma í seinni hálfleik.

Eftir rúmar tíu mínútur átti íslenska liðið tvær góðar marktilraunir með stuttu millibili. Fyrst varði markvörður Tékka frá Andra Fannari Baldurssyni eftir frábær tilþrif miðjumannsins. Skömmu síðar átti Dagur Dan Þórhallsson skot rétt framhjá.

Eftir rúman klukkutíma leik fékk Orri Steinn Óskarsson svo dauðafæri. Hann skallaði þá framhjá eftir fyrirgjöf Óla Vals Ómarssonar.

Við tók um stundarfjórðungs kafli þar sem lítið gerðist hvorugu megin. Svo tók íslenska liðið hins vegar aftur við sér.

Ísland þjarmaði að heimamönnum á lokamínútunum og fékk Valgeir Lunddal Friðriksson besta færið til að jafna. Það var hins vegar varið frá honum glæsilega.

Það sauð allt upp úr í lok leiks og fékk Valgeir að líta rauða spjaldið. Lokatölur urðu aftur á móti 0-0.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið
433Sport
Í gær

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“
433Sport
Í gær

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu
Sport
Fyrir 2 dögum

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“