fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Hafa áhuga á að taka De Gea frítt frá Man Utd

Victor Pálsson
Mánudaginn 26. september 2022 19:31

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru líkur á því að Juventus muni leita til Manchester næsta sumar og reyna við markmanninn David de Gea.

Calcio Mercato á Ítalíu greinir frá en De Gea verður samningslaus næsta sumar og má fara annað frítt.

Hingað til hefur ekki gengið að semja um nýjan samning en De Gea hefur lengi verið aðalmarkvörður Man Utd og þykir einn sá besti í að verja bolta.

Spánverjinn hefur þó einnig legið undir gagnrýni og þykir ekki nógu ákafur þegar boltinn berst inn í vítateig.

Juventus hefur áhuga á að semja við De Gea sem má ræða við ný félög í janúar ef ekki tekst að semja upp á nýtt.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, er sagður opinn fyrir því að losna við De Gea og telur hann ekki nógu góðan í að byrja uppspil liðsins.

Ten Hag tók aðeins við Man Utd í sumar en mun treysta á Spánverjann næstu mánuði þar sem varakostirnir eru ekki betri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KA tekur á móti PAOK á Akureyri

KA tekur á móti PAOK á Akureyri
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kveður KA og heldur heim á leið

Kveður KA og heldur heim á leið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann