fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Van Dijk: Ég var ekki kominn næstum eins langt og hann

Victor Pálsson
Sunnudaginn 25. september 2022 21:02

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, hefur gríðarlega trú á landa sínum Jurrien Timber sem spilar með Ajax í Hollandi.

Timber var orðaður við Manchester United í sumar en hann er 21 árs gamall og þykir mjög efnilegur.

Van Dijk var sjálfur lengi að komast á topp ferilsins en hann spilaði með Celtic og Southampton áður en símtalið frá Liverpool barst.

Van Dijk segir að Timber sé mun betri á sama aldri og hann var á sínum tíma en þeir eru í dag liðsfélagar í hollenska landsliðinu.

,Ég var ekki kominn næstum því eins langt á sama aldri,“ sagði Van Dijk í samtali við blaðamenn.

,,Ég get ekki gert annað en að hrósa honum, hann er frábær leikmaður og alvöru atvinnumaður.“

,,Hann er með svo mikla hæfileika og getur náð enn lengra. Þetta mun allt ganga upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmenn Liverpool enn að jafna sig eftir andlátið í sumar

Leikmenn Liverpool enn að jafna sig eftir andlátið í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum
433Sport
Í gær

Má ekki byrja að hugsa um stórlið eins og Real Madrid – ,,Ferillinn hefur staðið yfir í tvö ár“

Má ekki byrja að hugsa um stórlið eins og Real Madrid – ,,Ferillinn hefur staðið yfir í tvö ár“
433Sport
Í gær

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“
433Sport
Í gær

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum
433Sport
Í gær

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni