fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Bruno Fernandes var reiður yfir að fá ekki að fara í annað félag í ensku úrvalsdeildinni

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 20. september 2022 14:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruno Fernandes hefur opinberað það að hann hafi verið nálægt því að ganga til liðs við annað félag í ensku úrvalsdeildinni áður en hann fór til Manchester United á sínum tíma.

Hinn 28 ára gamli Fernandes gekk í raðir United í janúar árið 2020 fyrir 47 milljónum punda og hefur staðið sig vel síðan.

Árið 2020 vildi hann hins vegar ólmur ganga í raðir Tottenham.

Sporting, félagið sem Fernandes var hjá á þessum tíma, vildi hins vegar ekki samþykkja tilboð Tottenham þá.

„Mig langaði auðvitað að fara í ensku úrvalsdeildina. Mauricio Pochettino, sem var stjóri þá, langaði að fá mig. Þetta var gott tilboð en Sporting gerði allt til að halda mér,“ segir Fernandes í samtali við The Athletic.

Portúgalinn viðurkennir að hann hafi verið reiður út í Sporting á þessum tíma.

„Forseti Sporting talaði við mig en hann gerði það á vitlausum degi. Þetta var degi eftir að þeir höfnuðu tilboði Tottenham og ég var mjög reiður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað