fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Stóra lekamálið í Val: Öll spjót beindust að saklausum Arnóri – „Efast um að það sé til klefi á Íslandi þar sem mórallinn er verri“

433
Fimmtudaginn 15. september 2022 11:00

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom upp hitamál í herbúðum Vals á dögunum þegar leikmaður hringdi í íþróttafréttamanninn Ríkharð Óskar Guðnason og sagði honum frá stemningunni á bakvið tjöldin hjá karlaliðinu. Ekki er ljóst hvaða leikmann er um að ræða en sögusagnir fóru strax af stað um hver gæti hafa átt í hlut. Málið var rætt í Þungavigtinni.

Eftir 1-0 tap Vals gegn tíu leikmönnum Leiknis Reykjavíkur um síðustu helgi tók leikmaður Vals upp tólið og hringdi í Ríkharð, sem sagði svo frá því í Þungavigtinni fyrr í vikunni. Leikmaðurinn á að hafa sagt honum að endurheimt Vals eftir leikinn gegn Leikni hafi verið 18-holu golfhringur hjá öllu liðinu.

Leikmaðurinn á einnig að hafa sagt að Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, hafi ekki lagt leikmönnum línurnar fyrir leikinn gegn Leikni eða verið með skýrt leikplan.

Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar í gær sagði Sverrir Mar Smárason, einn af meðlimum þáttarins, frá því að margir hafi haldið að Arnór Smárason væri leikmaðurinn sem hafi lekið upplýsingunum. Sverrir og Arnór eru bræður og héldu því margir að upplýsingarnar hafi ratað í þáttinn vegna þess.

„Öll spjót beinast strax að okkur bræðrum,“ sagði Sverrir í þættinum.

Ríkharð þvertók fyrir að Arnór væri leikmaðurinn sem um ræðir. „Ég get staðfest það að ég þekki Arnór Smárason ekki neitt. Ég hef aldrei hitt hann eða talað við hann í síma.“

„Ég get sagt það hér og nú að Arnór er ekki leikmaðurinn sem hringdi í mig.“

Kristján Óli Sigurðsson var einnig í þættinum. Hann segir stemninguna í búnigsklefa Vals eins og er afar slæma. „Ég efast um að það sé til klefi á Íslandi þar sem mórallinn er verri en hjá Val núna. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn
433Sport
Í gær

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar