fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Njósnari frá Svíþjóð mætti á leiki í Bestu deildinni og tveir heilluðu sérstaklega

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 12. september 2022 07:51

Adam Ægir Pálsson er fyrrum leikmaður Víkings.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska félagið Gautaborg var með útsendara á sínum snærum á Íslandi á dögunum. Sá hann leiki í Bestu deild karla, þar sem hann fylgdist með nokkrum leikmönnum. Það var greint frá þessu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gærkvöldi.

Hrafnkell Freyr Ágústsson sparkspekingur segir frá því að njósnarinn hafi séð nokkra leiki í þarsíðustu umferð Bestu deildarinnar. Hann var til að mynda á leik Stjörnunnar gegn Keflavík og Víkings Reykjavík gegn ÍBV.

Þar heilluðu tveir leikmenn sérstaklega, vinstri bakvörðurinn Logi Tómasson hjá Víkingi og Adam Ægir Pálsson, sem leikur aðallega á kantinum hjá Keflavík, að láni frá Víkingi.

Logi Tómasson.

„Honum leist á Adam Ægi Pálsson og Loga Tómasson, ásamt fleirum. Þetta er auðvitað bara áhugi og það er langt á milli áhuga og tilboðs,“ segir Hrafnkell.

Adam hefur skorað þrjú mörk í deildinni í sumar en Logi sex.

Hrafnkell bendir á að Gautaborg gæti vel verið að leita að bakverði, en hinn 36 ára gamli Oscar Wendt spilar þá stöðu hjá liðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Leikmenn Arsenal í rusli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit