fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Besta deildin: Góð endurkoma Vals gegn Víkingum – Tíu stig í Breiðablik

Victor Pálsson
Mánudaginn 22. ágúst 2022 22:09

Helgi hér til vinstri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur R. 2 – 2 Valur
1-0 Helgi Guðjónsson (’26)
2-0 Kyle McLagan (’33)
2-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson (’39)
2-2 Oliver Ekroth (’57, sjálfsmark)

Það fór fram hörkuleikur í Bestu deild karla í kvöld er Víkingur Reykjavík og Valur áttust við.

Víkingar eru að missa af meistaratitlinum eftir jafntefli í kvöld og eru tíu stigum á eftir Breiðabliki sem er á toppnum.

Víkingur komst í 2-0 í kvöld í fyrri hálfleik með mörkum frá Helga Guðjónssyni og Kyle McLagan.

Tryggvi Hrafn Haraldsson lagaði stöðuna fyrir Val undir lok fyrri hálfleiks og staðan í leikhléi, 2-1.

Sjálfsmark frá Oliver Ekroth tryggði Val svo stig á 57. mínútu í leik sem lauk með 2-2 jafntefli.

Víkingur er í þriðja sæti deildarinnar með 32 stigi, stigi á undan Val sem er sæti neðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni