fbpx
Laugardagur 01.október 2022
433Sport

Besta deildin: Nökkvi Þeyr með þrennu í ótrúlegum leik KA og Stjörnunnar

Victor Pálsson
Sunnudaginn 21. ágúst 2022 21:09

Nökkvi Þeyr.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan 2 – 4 KA
1-0 Jóhann Árni Gunnarsson(‘9, víti)
1-1 Nökkvi Þeyr Þórisson(’19)
1-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson(’35)
2-2 Jóhann Árni Gunnarsson(’40, víti)
2-3 Nökkvi Þeyr Þórisson(’43, víti)
2-4 Nökkvi Þeyr Þórisson(’77, víti)

Nökkvi Þeyr Þórisson hefur verið algjörlega magnaður fyrir lið KA í sumar og er nú kominn með 16 mörk í Bestu deildinni.

Nökkvi var sjóðandi heitur í kvöld er KA heimsótti Stjörnuna í lokaleik sunnudagsins en KA vann þennan leik, 4-2.

Heilar fjórar vítaspyrnur voru dæmdar í stórkostlegri skemmtun í Garðabæ í sex marka veislu.

Jóhann Árni Gunnarsson gerði tvö mörk fyrir Stjörnuna af vítapunktinum en liðið kom boltanum ekki í netið úr opnum leik.

Nökkvi gerði tvö mörk fyrir KA einnig af vítapunktinum og sá um að tryggja 4-2 sigur.

KA er aðeins þremur stigum frá toppliði Breiðabliks eftir 18 leiki en Blikar eiga leik til góða.

Víkingur Reykjavík er í þriðja sætinu með 31 stig, fimm stigum á eftir KA en á tvo leiki til góða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gjaldþrota dyrasímar

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Umboðsmaður Arthur útskýrir erfiðleikana hjá Liverpool

Umboðsmaður Arthur útskýrir erfiðleikana hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Möguleiki að hann verði kallaður til baka í janúar – ,,Ekki mín ákvörðun“

Möguleiki að hann verði kallaður til baka í janúar – ,,Ekki mín ákvörðun“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Blaðamaður syndir gegn straumnum í fréttum af Nkunku

Blaðamaður syndir gegn straumnum í fréttum af Nkunku
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einar Orri fær ekki nýjan samning og Magnús hættur í fótbolta

Einar Orri fær ekki nýjan samning og Magnús hættur í fótbolta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Búið að láta Óla Jó vita að hann verði ekki áfram

Búið að láta Óla Jó vita að hann verði ekki áfram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona væri staðan á Englandi án VAR

Svona væri staðan á Englandi án VAR
433Sport
Í gær

Máni stígur inn í umræðuna um samtal Vöndu og Heimis – „Það var fullkomlega eðlilegt“

Máni stígur inn í umræðuna um samtal Vöndu og Heimis – „Það var fullkomlega eðlilegt“
433Sport
Í gær

Lok, lok og læs hjá Hamren sem óttast njósnara

Lok, lok og læs hjá Hamren sem óttast njósnara