fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Vandræðalegt fyrir Oscar – Mættur út til að klára dæmið þegar Kínverjarnir sögðu nei

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 15:03

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oscar, fyrrum leikmaður Chelsea, er fastur í Kína og fær ekki draumaskipti sín til Flamengo í gegn.

Það var talið nær öruggt að Brasilíumaðurinn væri á leið til Flamengo. Hann var mættur til Brasilíu en þá sagði félag hans, Shanghai Port, nei.

Fimm og hálft ár er síðan Oscar fór frá Chelsea til Shanghai. Kínverska félagið keypti hann á 60 milljónir punda. Þá hefur hann þénað yfir 100 milljónir punda á tíma sínum í Kína.

„Ég vil þakka öllum fyrir fallegu skilaboðin undanfarin mánið, sérstaklega stuðningsmönnum Flamengo,“ skrifaði Oscar á samfélagsmiðla.

„Ég er mjög ánægður með áhugann sem Flamengo og stuðningsmenn félagsins sýndu mér. Það var bara ekki hægt að klára þetta á þessum tímapunkti. Ég óska félaginu alls hins besta það sem eftir er af þessari leiktíð. Takk fyrir.“

Oscar lék á sínum yngri árum með Sao Paulo og Internacional í Brasilíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband vekur athygli – Messi áhugalaus í fögnuði Miami um helgina

Myndband vekur athygli – Messi áhugalaus í fögnuði Miami um helgina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Las upp bréf frá Vestmannaeyjum þar sem efast er um heilindi Þorláks – „Hann mætti bara strax í Big Ben“

Las upp bréf frá Vestmannaeyjum þar sem efast er um heilindi Þorláks – „Hann mætti bara strax í Big Ben“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja losa þrjá stóra af launaskrá til að búa til pláss fyrir aðra

Vilja losa þrjá stóra af launaskrá til að búa til pláss fyrir aðra
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fangelsuð fyrir að svína á stórstjörnu – Sveik út úr honum tugi milljóna

Fangelsuð fyrir að svína á stórstjörnu – Sveik út úr honum tugi milljóna
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Forráðamenn Real Madrid héldu neyðarfund – Síðasti séns Alonso á miðvikudag

Forráðamenn Real Madrid héldu neyðarfund – Síðasti séns Alonso á miðvikudag
433Sport
Í gær

Landsliðsþjálfari Egyptalands styður við Mo Salah

Landsliðsþjálfari Egyptalands styður við Mo Salah
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Fjölmiðlafulltrúi Liverpool vissi að allt færi í háaloft þegar Salah sagði þetta

Sjáðu myndbandið: Fjölmiðlafulltrúi Liverpool vissi að allt færi í háaloft þegar Salah sagði þetta