fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Barnungir boltasækjar séu settir í ómögulega stöðu – Hótanir um barsmíðar – „Vona að menn sem fyrirskipa þetta séu stoltir af sér“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli í leik Breiðabliks og Víkings Reykjavíkur í gær að boltasækjarar virtust lengi að koma boltanum í leik þegar leið á leikinn.

Leikið var á heimavelli Blika og endaði leikurinn 1-1. Úrslitin hentuðu Blikum töluvert betur, enda á toppi deildarinnar. Einhverjir vilja því meina að heimamenn hafi fyrirskipað boltasækjurum að haga sér svona.

„Að nota boltasækjara á þennan hátt er eins óíþróttamannslegt og það verður. Vona að menn sem fyrirskipa þetta séu stoltir af sér,“ skrifar Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings á Twitter.

Leikmenn og þjálfarar Víkings voru pirraðir á framgangi boltasækjanna í leiknum og létu reiði sína nokkrum sinnum í ljós.

Þetta virðist vera algengt vandamál í Bestu deildinni, ef marka má orð fleiri Twitter-notenda.

„Tilgangslaust þetta boltasækja-dæmi í Bestu. Krökkunum sagt að haga sér á þann hátt að mótherji heimaliðs tapi á að hafa þá og fá í staðinn hótanir um barsmíðar og orðbragð sem er ekki hafandi eftir. Þetta eru 9-12 ára gömul börn! Breytingar takk,“ skrifar Stefanía Sigurðardóttir, íþróttafræðingur og þjálfari. Hún er eiginkona Birkis Márs Sævarssonar, leikmanns Vals.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Í gær

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United
433Sport
Í gær

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“