fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Barnungir boltasækjar séu settir í ómögulega stöðu – Hótanir um barsmíðar – „Vona að menn sem fyrirskipa þetta séu stoltir af sér“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli í leik Breiðabliks og Víkings Reykjavíkur í gær að boltasækjarar virtust lengi að koma boltanum í leik þegar leið á leikinn.

Leikið var á heimavelli Blika og endaði leikurinn 1-1. Úrslitin hentuðu Blikum töluvert betur, enda á toppi deildarinnar. Einhverjir vilja því meina að heimamenn hafi fyrirskipað boltasækjurum að haga sér svona.

„Að nota boltasækjara á þennan hátt er eins óíþróttamannslegt og það verður. Vona að menn sem fyrirskipa þetta séu stoltir af sér,“ skrifar Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings á Twitter.

Leikmenn og þjálfarar Víkings voru pirraðir á framgangi boltasækjanna í leiknum og létu reiði sína nokkrum sinnum í ljós.

Þetta virðist vera algengt vandamál í Bestu deildinni, ef marka má orð fleiri Twitter-notenda.

„Tilgangslaust þetta boltasækja-dæmi í Bestu. Krökkunum sagt að haga sér á þann hátt að mótherji heimaliðs tapi á að hafa þá og fá í staðinn hótanir um barsmíðar og orðbragð sem er ekki hafandi eftir. Þetta eru 9-12 ára gömul börn! Breytingar takk,“ skrifar Stefanía Sigurðardóttir, íþróttafræðingur og þjálfari. Hún er eiginkona Birkis Márs Sævarssonar, leikmanns Vals.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki