fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Lengjudeildin: Mikilvægur sigur Fjölnis – Frábær endurkoma Gróttu

Victor Pálsson
Föstudaginn 12. ágúst 2022 21:15

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölnir gefst ekki upp í baráttunni um að komast upp í efstu deild og vann lið KV í Lengjudeildinni í kvöld sannfærandi.

Fjölnismenn þurftu sigur til að halda nokkurn veginn í við Fylki sem er í öðru sæti deildarinnar með 33 stig.

Hákon Ingi Jónsson gerði tvö mörk fyrir Fjölni í 4-1 sigri í kvöld og er liðið með 27 stig í þriðja sætinu.

Aftrurelding heimsótti á sama tíma Gróttu á Vivaldivöllinn og þurfti að sætta sig við tap í fjörugum leik.

Bæði mörk Aftureldingar voru skoruð af vítapunktinum en þau gerði Marciano Aziz.

Luk Rae skoraði einnig tvennu fyrir Gróttu sem er í fjórða sætinu, tveimur stigum á eftir Fjölni.

Grótta bauð upp á frábæra endurkomu en staðan var 2-1 fyrir Aftureldingu er 85 mínútur voru komnar á klukkuna.

KV 1 – 4 Fjölnir
0-1 Arnar Númi Gíslason (‘5)
0-2 Dagur Ingi Axelsson (’14)
0-3 Hákon Ingi Jónsson (’52)
0-4 Hákon Ingi Jónsson (’63)
1-4 Jökull Tjörvason (’90)

Grótta 4 – 2 Afturelding
0-1 Marciano Aziz (’26, víti)
1-1 Luke Rae (’50)
1-2 Marciano Aziz (’59, víti)
2-2 Kjartan Kári Halldórsson (’85)
3-2 Ívan Óli Santos (’87)
4-2 Luke Rae (’98)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi