fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Lengjudeildin: Mikilvægur sigur Fjölnis – Frábær endurkoma Gróttu

Victor Pálsson
Föstudaginn 12. ágúst 2022 21:15

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölnir gefst ekki upp í baráttunni um að komast upp í efstu deild og vann lið KV í Lengjudeildinni í kvöld sannfærandi.

Fjölnismenn þurftu sigur til að halda nokkurn veginn í við Fylki sem er í öðru sæti deildarinnar með 33 stig.

Hákon Ingi Jónsson gerði tvö mörk fyrir Fjölni í 4-1 sigri í kvöld og er liðið með 27 stig í þriðja sætinu.

Aftrurelding heimsótti á sama tíma Gróttu á Vivaldivöllinn og þurfti að sætta sig við tap í fjörugum leik.

Bæði mörk Aftureldingar voru skoruð af vítapunktinum en þau gerði Marciano Aziz.

Luk Rae skoraði einnig tvennu fyrir Gróttu sem er í fjórða sætinu, tveimur stigum á eftir Fjölni.

Grótta bauð upp á frábæra endurkomu en staðan var 2-1 fyrir Aftureldingu er 85 mínútur voru komnar á klukkuna.

KV 1 – 4 Fjölnir
0-1 Arnar Númi Gíslason (‘5)
0-2 Dagur Ingi Axelsson (’14)
0-3 Hákon Ingi Jónsson (’52)
0-4 Hákon Ingi Jónsson (’63)
1-4 Jökull Tjörvason (’90)

Grótta 4 – 2 Afturelding
0-1 Marciano Aziz (’26, víti)
1-1 Luke Rae (’50)
1-2 Marciano Aziz (’59, víti)
2-2 Kjartan Kári Halldórsson (’85)
3-2 Ívan Óli Santos (’87)
4-2 Luke Rae (’98)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag