fbpx
Föstudagur 30.september 2022
433Sport

Bólfarir með öðrum konum komu til tals í dómsal – SMS skilaboð hans vekja óhug margra

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 09:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðji dagur í réttarhöldum yfir Ryan Giggs hefst í dag en hann er sakaður um gróft ofbeldi gegn fyrrum unnustu sinni.

Þessi fyrrum leikmaður Manchester United er sakaður um að ofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni og að hafa ráðist á systur hennar. Líkamlega ofbeldið sem um ræðir er sagt hafa átt sér stað árið 2020. Þá er Giggs sakaður um að beita Kate Greville, fyrrverandi kærustu sína, andlegu ofbeldi á árunum 2017-2020.

Réttarhöldin fóru af stað í fyrradag. Munu þau standa yfir næstu tíu daga. Þau fara fram í Manchester. Verði Giggs dæmdur sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm.

Meira:
Lýsir ofbeldi sem hún sakar Giggs um – Hefndarklám, hent út naktri og vildi kynlíf öllum stundum

Í gær kom margt fram en þar á meðal að Giggs hafi haldið framhjá Kate með átta konum. Hún segist hafa komist að því með því að skoða spjaldtölvu hans árið 2020 sem varð til þess að Giggs á að hafa ráðist á hana.

Kate segir að Giggs hafi skallað sig í andlitið þegar hún gekk á hann vegna þess og sökum þess hafi hún hringt á lögreglu.

Fjöldi SMS skilaboða var svo birt í dómsal.

Fleiri SMS skilaboð frá Giggs:

Ertu að hitta Rob, ef þú ert að því þá er þetta búið.

Hringud í mig eða ég spyr hópinn þinn hvort þú sért að hitta hann. Núna

Drullastu til að flýta þér, mér er alvara

Ég biðst afsökunar fyrir að áreita þig, er þessi hegðun ekki sönnun að ég elska þig? Ég mun ekki áreita þig aftur. Eigðu gott kvöld og fyrirgefðu

Giggs spurði Kate á Whatsapp hvort hún væri á leið á næturklúbb með skjólstæðingum sínum. Þegar hún svaraði ekki varð Giggs reiður.

Hey, þetta er dónalegt,“ skrifaði Giggs og blokkaði svo Kate.

Þegar Kate spurði af hverju hann hefði gert það. „Þú svaraðir ekki skilaboðum mínum.“

Kate blokkkaði svo Giggs á WhatsApp.

WTF, þú blokkaðir mig

Drullastu til að taka þetta blokk burt

Giggs hótaði að elta Kate uppi ef hún myndi ekki hætta að blokka hann.

Drífðu þig

Ekki láta mig fara í hópinn þinn og láta vita hver er stjórinn í þessu

Ég er ánægður með að þú sýndir þitt rétta andlit, þú ert hræðileg manneskja. Þú átt ekki skilið að verða móðir.

Ég vona að fyrirtækið þitt fari á hausinn.

Þetta eru endalokin, ekki hafa samband við mig aftur.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot í fyrra

Ákærður fyrir kynferðisbrot í fyrra
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eiður Smári: „Ég nenni ekki að spá í því“

Eiður Smári: „Ég nenni ekki að spá í því“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslenskar getraunir setja nýjan leik í loftið – Tippaðu á markaskor

Íslenskar getraunir setja nýjan leik í loftið – Tippaðu á markaskor
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið United í stórleiknum – Ein breyting hjá Ten Hag

Líklegt byrjunarlið United í stórleiknum – Ein breyting hjá Ten Hag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óhugnanlegt innbrot hjá leikmanni Liverpool – Var heima með unnustu og litlu barni sínu

Óhugnanlegt innbrot hjá leikmanni Liverpool – Var heima með unnustu og litlu barni sínu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ný myndbirting kemur fólki í opna skjöldu eftir fréttir síðustu daga – U-beygja hjá stjörnuparinu?

Ný myndbirting kemur fólki í opna skjöldu eftir fréttir síðustu daga – U-beygja hjá stjörnuparinu?
433Sport
Í gær

Southgate segist ekki vera heimskur – ,,Af hverju er ég öðruvísi?“

Southgate segist ekki vera heimskur – ,,Af hverju er ég öðruvísi?“
433Sport
Í gær

Sara Björk skoraði er Juventus komst í riðlakeppnina

Sara Björk skoraði er Juventus komst í riðlakeppnina