fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Ræður Arteta vekja mikla athygli – Notaði Twitter færslu frá mótherja til að kveikja neista

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amazon þættirnir um Arsenal og gengi liðsins á síðasta tímabili hafa vakið mikla athygli en þrír þættir hafa þegar verið settir í sýningu. Fleiri eru væntanlegir.

Það sem mesta athygli hefur vakið í þáttunum eru ræður Mikel Arteta stjóra liðsins. Arteta fer leiðir sem ekki hafa sést oft í að ná til leikmanna.

Ein af ræðum hans sem birtist í næstu þáttum er ræða hans fyrir leik gegn Brentford á heimavelli. Þar notaði hann Twitter færslu frá Ivan Toney framherja Brentford til að nota í ræðu sinni.

„Þetta hefur verið í maga mínum síðustu mánuði. Þetta er Toney eftir leikinn á þeirra heimavelli,“ sagði Arteta og birti Twitter færslu Toney eftir fyrri leikinn á skjá í klefanum.

„Gaman að fara í fótbolta með strákunum í kvöld,“ skrifaði Toney eftir sigur á Arsenal í fyrstu umferð á síðustu leiktíð.

Arteta var ekki glaður með þetta. „Í dag spilum við í okkar húsi, strákar það verður bara eitt lið á vellinum og það verða við. Við tökum helvítis boltann og tökum yfir leikinn. Við vinnum þennan helvítis leik.“

Arsenal vann leikinn og Alexandre Lacazette þá framherji liðsins svaraði í sömum mynt á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga