fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Nýjar vendingar í máli meinta nauðgarans – Sakaður um að nauðga tveimur til viðbótar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmaðurinn sem var handtekinn grunaður um að nauðga konu í síðasta mánuði hefur verið handtekinn á ný. Hann er sakaður um að hafa brotið á tveimur konum til viðbótar.

Það kom fram í gær að 29 ára gamall leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hafi verið handtekinn þar sem kona tilkynnti nauðgun í síðasta mánuði. Á hann að vera mikilvægur hlekkur í sínu liði og á leið með landsliði sínu á HM í Katar síðar á þessu ári.

Leikmaðurinn var handtekinn í Norður-Lundúnum. Þar leika Arsenal og Tottenham.

Eftir handtöku á heimili sínu í Barnet-hverfi í Norður-Lundúnum var leikmaðurinn færður í gæsluvarðhald, þar sem hann var svo handtekinn aftur í dag.

„Á meðan hann var í gæsluvarðhaldi var hann handtekinn vegna tveggja nauðganna sem eiga að hafa átt sér stað í apríl og júní á síðasta ári. Brotin eiga að hafa verið framin á konum á þrítugsaldri,“ segir í yfirlýsingu lögreglu.

Leikmanninum hefur verið sleppt gegn tryggingu þar til í ágúst til að byrja með. Rannsókn fer nú fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sprengju varpað úr herbúðum Real Madrid

Sprengju varpað úr herbúðum Real Madrid
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

United sagt vera að landa Brasilíumanninum á rúma 7 milljarða

United sagt vera að landa Brasilíumanninum á rúma 7 milljarða
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hareide með krabbamein í heila

Hareide með krabbamein í heila
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Íslendingar að störfum í Póllandi

Íslendingar að störfum í Póllandi
433Sport
Í gær

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar
433Sport
Í gær

Tjáir sig um meint ósætti í búningsklefanum

Tjáir sig um meint ósætti í búningsklefanum