fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Slær á sögusagnir um að ÍBV hafi heyrt í Fabregas – „Leiðinlegt þegar aðrir fá hugmynd sem ég væri til í að hafa fengið sjálfur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 15. júlí 2022 12:46

Eiður Smári Guðjohnsen og Cesc Fabregas / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun var sagt frá því í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að ÍBV hafi heyrt hljóðið í umboðsmanni Cesc Fabregas, fyrrum leikmanni Arsenal, Chelsea og Barcelona. Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnudeildar karla hjá ÍBV, segir ekkert til í þessu.

Fabregas yfirgaf Monaco nýlega og er hann á leið til Como í ítölsku B-deildinni.

„Nú er ég Arsenal-maður svo það væri geðveikt, en það er ekki neitt til í því,“ segir Daníel Geir við 433.

„Það er leiðinlegt þegar aðrir fá hugmynd sem ég væri til í að hafa fengið sjálfur, en ég verð víst að lifa með því,“ bætti hann við, léttur í bragði.

ÍBV er í neðsta sæti Bestu deildar karla með fimm stig eftir tólf leiki. Liðið er fimm stigum frá öruggu sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga