fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
433Sport

Slær á sögusagnir um að ÍBV hafi heyrt í Fabregas – „Leiðinlegt þegar aðrir fá hugmynd sem ég væri til í að hafa fengið sjálfur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 15. júlí 2022 12:46

Eiður Smári Guðjohnsen og Cesc Fabregas / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun var sagt frá því í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að ÍBV hafi heyrt hljóðið í umboðsmanni Cesc Fabregas, fyrrum leikmanni Arsenal, Chelsea og Barcelona. Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnudeildar karla hjá ÍBV, segir ekkert til í þessu.

Fabregas yfirgaf Monaco nýlega og er hann á leið til Como í ítölsku B-deildinni.

„Nú er ég Arsenal-maður svo það væri geðveikt, en það er ekki neitt til í því,“ segir Daníel Geir við 433.

„Það er leiðinlegt þegar aðrir fá hugmynd sem ég væri til í að hafa fengið sjálfur, en ég verð víst að lifa með því,“ bætti hann við, léttur í bragði.

ÍBV er í neðsta sæti Bestu deildar karla með fimm stig eftir tólf leiki. Liðið er fimm stigum frá öruggu sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Alfreð Finnboga hættur hjá Breiðablik – Ráðinn í stórt starf hjá norska risanum

Alfreð Finnboga hættur hjá Breiðablik – Ráðinn í stórt starf hjá norska risanum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín
433Sport
Í gær

Fær harða gagnrýni í heimalandinu eftir brottreksturinn – Barnalegur og þrjóskur

Fær harða gagnrýni í heimalandinu eftir brottreksturinn – Barnalegur og þrjóskur
433Sport
Í gær

Starf Edu strax í hættu

Starf Edu strax í hættu