fbpx
Fimmtudagur 30.júní 2022
433Sport

Þjóðadeildin: Ísland og Albanía skildu jöfn í Laugardalnum

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 6. júní 2022 20:36

Frá leiknum í kvöld. Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið tók á móti því albanska í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld.

Fyrsti stundarfjórðungur leiksins var fremur jafn. Ísland var meira með boltann en Albanir fengu nokkrar hornspyrnur á þessum kafla þar sem þeir gerðu sig líklega.

Fyrsta færi Íslands fékk Arnór Sigurðsson á 19. mínútu þegar boltinn datt fyrir fætur hans eftir langt innkast Harðar Björgvins Magnússonar. Skot hans var hins vegar varið.

Á 30. mínútu komust gestirnir yfir þegar Taulant Seferi náði frákasti og skoraði af stuttu færi. Einhverjir munu setja spurningamerki við Rúnar Alex Rúnarsson í marki Íslands í þessu tilviki.

Albanir tóku stjórn á leiknum út fyrri hálfleikinn eftir þetta, að undanskilinni góðri sókn Íslands skömmu eftir markið sem liðið náði þó ekki að gera sér mat úr.

Íslenska liðið kom mjög öflugt til baka inn í seinni hálfleik. Það fór svo að Jón Dagur Þorsteinsson jafnaði á 50. mínútu. Eftir góða sókn Íslands datt boltinn, fyrir nokkra heppni, fyrir fætur Jóns Dags sem skoraði.

Fyrstu mínúturnar eftir markið var Ísland áfram mun betri aðilinn en svo róaðist leikurinn aðeins. Íslenska liðið átti nokkrar góðar sóknir en vantaði aðeins upp á ákvarðanatöku á síðasta þriðjungi vallarins oft á tíðum.

Meira var ekki skorað og lokatölur 1-1. Ísland er með tvö stig í riðlinum eftir jafnmarga leiki. Albanir eru með eitt stig en þetta var þeirra fyrsti leikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt klappað og klárt milli Inter, Chelsea og Lukaku – ,,Nú er að njóta endurkomunnar“

Allt klappað og klárt milli Inter, Chelsea og Lukaku – ,,Nú er að njóta endurkomunnar“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tottenham reynir að fá varnarmann Barcelona lánaðan

Tottenham reynir að fá varnarmann Barcelona lánaðan
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

RÚV náði ekki sambandi við gervihnött – „ Beðist er velvirðingar á þessu“

RÚV náði ekki sambandi við gervihnött – „ Beðist er velvirðingar á þessu“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu markið sem Ísland fékk á sig í síðasta leik fyrir EM

Sjáðu markið sem Ísland fékk á sig í síðasta leik fyrir EM
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nýjar vendingar – Fullyrða að De Jong vilji ekki fara

Nýjar vendingar – Fullyrða að De Jong vilji ekki fara
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gemma gaf kjöltudans á eyju ástarinnar – Heimsfrægur faðir hennar bregst við

Gemma gaf kjöltudans á eyju ástarinnar – Heimsfrægur faðir hennar bregst við
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mamma hennar ráðlagði henni að sofa hjá á hverjum degi – „Ég skipa honum að vera snöggur“

Mamma hennar ráðlagði henni að sofa hjá á hverjum degi – „Ég skipa honum að vera snöggur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Samkomulag í höfn um De Jong og Malacia

Samkomulag í höfn um De Jong og Malacia