fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Þjóðadeildin: Ísland og Albanía skildu jöfn í Laugardalnum

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. júní 2022 20:36

Frá leiknum í kvöld. Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið tók á móti því albanska í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld.

Fyrsti stundarfjórðungur leiksins var fremur jafn. Ísland var meira með boltann en Albanir fengu nokkrar hornspyrnur á þessum kafla þar sem þeir gerðu sig líklega.

Fyrsta færi Íslands fékk Arnór Sigurðsson á 19. mínútu þegar boltinn datt fyrir fætur hans eftir langt innkast Harðar Björgvins Magnússonar. Skot hans var hins vegar varið.

Á 30. mínútu komust gestirnir yfir þegar Taulant Seferi náði frákasti og skoraði af stuttu færi. Einhverjir munu setja spurningamerki við Rúnar Alex Rúnarsson í marki Íslands í þessu tilviki.

Albanir tóku stjórn á leiknum út fyrri hálfleikinn eftir þetta, að undanskilinni góðri sókn Íslands skömmu eftir markið sem liðið náði þó ekki að gera sér mat úr.

Íslenska liðið kom mjög öflugt til baka inn í seinni hálfleik. Það fór svo að Jón Dagur Þorsteinsson jafnaði á 50. mínútu. Eftir góða sókn Íslands datt boltinn, fyrir nokkra heppni, fyrir fætur Jóns Dags sem skoraði.

Fyrstu mínúturnar eftir markið var Ísland áfram mun betri aðilinn en svo róaðist leikurinn aðeins. Íslenska liðið átti nokkrar góðar sóknir en vantaði aðeins upp á ákvarðanatöku á síðasta þriðjungi vallarins oft á tíðum.

Meira var ekki skorað og lokatölur 1-1. Ísland er með tvö stig í riðlinum eftir jafnmarga leiki. Albanir eru með eitt stig en þetta var þeirra fyrsti leikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið