fbpx
Fimmtudagur 30.júní 2022
433Sport

Arnar Þór útskýrir af hverju Albert fékk ekkert að spila í kvöld

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. júní 2022 21:18

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er svekktur, mér fannst við geta náð í sigurinn í dag. Það segir mikið um liðið og þann stað sem við erum á, þetta er jákvætt skref í rétt átt. Mér fannst seinni hálfleikurinn góður,“ sagði Arnar Þór Viðarsson þjálfari Íslands eftir 1-1 jafntefli við Albaníu á Laugardalsvelli í kvöld.

Um var að ræða leik í Þjóðadeildinni en liðið hefur byrjað á tveimur jafnteflum. Jón Dagur Þorsteinsson kantmaður liðsins skoraði markið. „Við reyndum að stíga ofar og ná pressunni fyrr. Við eigum möguleika á að búa til fleiri alvöru færi, það segir mikið. Við vorum með sénsana á síðustu sendingu,“ sagði ARnar.

„Við vorum of neðarlega með liðið í fyrri hálfleik, kantararnir ná ekki að stíga upp í hafsentana þeirra. Við náðum því aldrei, vorum 3-4 metrum of seinir því liðið var of neðarlega.“

„Varnarleikurinn í dag fannst mér mjög góður, vorum að verjast fyrirgjöfum frá þeim mjög vel.“

Albert Guðmundsson var ónotaður varamaður í leiknum og vakti það athygli.

„Albert kom inn á Ísrael, mér fannst Andri Lucas gera vel. Skiptingarnar voru á kantinum, strategían var önnur en týpan af leikmanni sem Albert er. Hann var ein af fyrstu skiptingunum í Ísrael. Þetta er 25 manna liðsheild, tveir voru upp í stúku. Þetta er eitthvað sem við þurfum að gera, þurfum að vera sterk liðsheild. Strategían í hverjum leik hverjir koma inn og hverjir ekki,“ sagði Arnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt klappað og klárt milli Inter, Chelsea og Lukaku – ,,Nú er að njóta endurkomunnar“

Allt klappað og klárt milli Inter, Chelsea og Lukaku – ,,Nú er að njóta endurkomunnar“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tottenham reynir að fá varnarmann Barcelona lánaðan

Tottenham reynir að fá varnarmann Barcelona lánaðan
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

RÚV náði ekki sambandi við gervihnött – „ Beðist er velvirðingar á þessu“

RÚV náði ekki sambandi við gervihnött – „ Beðist er velvirðingar á þessu“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu markið sem Ísland fékk á sig í síðasta leik fyrir EM

Sjáðu markið sem Ísland fékk á sig í síðasta leik fyrir EM
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nýjar vendingar – Fullyrða að De Jong vilji ekki fara

Nýjar vendingar – Fullyrða að De Jong vilji ekki fara
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gemma gaf kjöltudans á eyju ástarinnar – Heimsfrægur faðir hennar bregst við

Gemma gaf kjöltudans á eyju ástarinnar – Heimsfrægur faðir hennar bregst við
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mamma hennar ráðlagði henni að sofa hjá á hverjum degi – „Ég skipa honum að vera snöggur“

Mamma hennar ráðlagði henni að sofa hjá á hverjum degi – „Ég skipa honum að vera snöggur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Samkomulag í höfn um De Jong og Malacia

Samkomulag í höfn um De Jong og Malacia