fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Arnar Þór útskýrir af hverju Albert fékk ekkert að spila í kvöld

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. júní 2022 21:18

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er svekktur, mér fannst við geta náð í sigurinn í dag. Það segir mikið um liðið og þann stað sem við erum á, þetta er jákvætt skref í rétt átt. Mér fannst seinni hálfleikurinn góður,“ sagði Arnar Þór Viðarsson þjálfari Íslands eftir 1-1 jafntefli við Albaníu á Laugardalsvelli í kvöld.

Um var að ræða leik í Þjóðadeildinni en liðið hefur byrjað á tveimur jafnteflum. Jón Dagur Þorsteinsson kantmaður liðsins skoraði markið. „Við reyndum að stíga ofar og ná pressunni fyrr. Við eigum möguleika á að búa til fleiri alvöru færi, það segir mikið. Við vorum með sénsana á síðustu sendingu,“ sagði ARnar.

„Við vorum of neðarlega með liðið í fyrri hálfleik, kantararnir ná ekki að stíga upp í hafsentana þeirra. Við náðum því aldrei, vorum 3-4 metrum of seinir því liðið var of neðarlega.“

„Varnarleikurinn í dag fannst mér mjög góður, vorum að verjast fyrirgjöfum frá þeim mjög vel.“

Albert Guðmundsson var ónotaður varamaður í leiknum og vakti það athygli.

„Albert kom inn á Ísrael, mér fannst Andri Lucas gera vel. Skiptingarnar voru á kantinum, strategían var önnur en týpan af leikmanni sem Albert er. Hann var ein af fyrstu skiptingunum í Ísrael. Þetta er 25 manna liðsheild, tveir voru upp í stúku. Þetta er eitthvað sem við þurfum að gera, þurfum að vera sterk liðsheild. Strategían í hverjum leik hverjir koma inn og hverjir ekki,“ sagði Arnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram