fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Allt klappað og klárt milli Inter, Chelsea og Lukaku – ,,Nú er að njóta endurkomunnar“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 29. júní 2022 17:23

Það er svolítið síðan Romelu Lukaku spilaði fyrir Chelsea. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Romelu Lukaku, framherji enska knattspyrnuliðsins Chelsea er á leið til síns gamla félags Inter Milan á láni. Frá þessu greinir Fabrizio Romano á samfélagsmiðlinum Twitter.

Þar vitnar Romano í ummæli sem ráðgjafi Lukakus, Sébastien Ledure lét falla í samtali við Sky Italia.

,,Það er búið að skrifa undir öll nauðsynleg gögn. Inter sem og nýju eigendur Chelsea hafa staðið sig frábærlega í þessum skiptum. 

Þá vildi Sébastien ekkert segja til um það hvað myndi gerast að loknum lánssamningnum á næsta ári. ,,Við vitum ekki hvað gerist en sjáum til árið 2023. Nú þarf hann (Lukaku) bara að njóta endurkomunnar.“

Lukaku gekk til liðs við Chelsea fyrir síðasta tímabil frá Inter Milan fyrir risa upphæð. Hlutirnir hafa hins vegar ekki gengið upp hjá honum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu og í kjölfar umdeilds viðtals sem birtist undir lok síðasta árs virtist vera sem svo að dagar hans hjá Chelsea væru að renna sitt skeið og það mun fyrr en flestir reiknuðu með.

Í viðtalinu sem Lukaku fór í hjá Sky Italia lýsti hann yfir löngun sinni til að snúa aftur til Inter Milan aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann fór frá félaginu. Lukaku verður nú að ósk sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sagðir færa áhuga sinn á næsta stig – Fyrrum samherjar hjá United gætu spilað saman á ný

Sagðir færa áhuga sinn á næsta stig – Fyrrum samherjar hjá United gætu spilað saman á ný
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir leikmenn kveðja Skagamenn

Tveir leikmenn kveðja Skagamenn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu
433Sport
Í gær

Mynd af matnum sem var til sölu vekur óhug – „Myndi ekki gefa hundi þetta“

Mynd af matnum sem var til sölu vekur óhug – „Myndi ekki gefa hundi þetta“
433Sport
Í gær

Þorsteinn fór með landsliðið í ballett – „Mjög sérstakt að vera í þessum aðstæðum“

Þorsteinn fór með landsliðið í ballett – „Mjög sérstakt að vera í þessum aðstæðum“
433Sport
Í gær

Búnir að finna eftirmann Tudor

Búnir að finna eftirmann Tudor
433Sport
Í gær

Meiðslavandræði Tottenham aukast – Tíu leikmenn fjarverandi

Meiðslavandræði Tottenham aukast – Tíu leikmenn fjarverandi