fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Umboðsmaður Frederik Schram staðfestir viðræður við Val

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 10:35

Schram sést hér á Hlíðarenda að ræða við Börk Edvardsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markvörðurinn Frederik Schram hefur átt í viðræðum við Val um samning en óvíst er hvort hann yfirgefi danska félagið Lyngby. Michael Mio Nielsen umboðsmaður Schram staðfestir þetta við 433.is.

433.is birti mynd af Schram á Hlíðarenda í síðustu viku þar sem hann sást ræða við Börk Edvardsson formann knattspyrnudeildar Vals.

Schram er 27 ára gamall og er á mála hjá Lyngby í Danmörku. Hann er varamarkvörður þar undir stjórn Freys Alexanderssonar. Liðið er komið upp í úrvalsdeildina undir stjórn Freys.

Markvörðurinn er með tvöfalt ríkisfang, íslenskt og danskt. Hann fór með íslenska landsliðinu á Heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018.

„Hann var á Íslandi vegna fjölskyldu sinnar en hann hitti forráðamenn Vals. Ég veit ekki hvað mun gerast en þetta gæti verið kostur fyrir hann. Hann var að klára æfingu hjá Lyngby og það var markvörður að meiðast hjá þeim. Við sjáum hvað gerist,“ sagði Mio Nielsen umboðsmaður Schram við 433.is.

Hanens Þór og Schram á HM 2018.

Mio Nielsen segir að viðræður um samning hafi átt sér stað en vegna meiðsla hjá markverði Lyngby gæti staðan breyst.

„Hann talaði við Val, ég veit ekki hvað gerist. Við höfum rætt um samning við þá en það er ekkert klár. Við höfum rætt þetta en meiðslin hjá markverði Lyngby gætu breytt stöðunni. Það eru iðulega þrír markverðir á æfingu en nú er einn meiddur.“

Fyrir hjá Val er markvörðurinn Guy Smit. Hann hefur ekki staðið undir væntingum á Hlíðarenda eftir komu sína frá Leikni Reykjavík fyrir þetta tímabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim með versta árangur allra

Amorim með versta árangur allra
433Sport
Í gær

Lýsir átökum sínum við Hemma Hreiðars – „Öfugt við hann gat ég allavega beðist afsökunar“

Lýsir átökum sínum við Hemma Hreiðars – „Öfugt við hann gat ég allavega beðist afsökunar“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tók ekki í mál að fara og krotar nú undir nýjan samning

Tók ekki í mál að fara og krotar nú undir nýjan samning
433Sport
Fyrir 3 dögum

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“