fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Símtalið frá Man Utd kom of seint – Reyndu að stöðva skiptin til Tottenham

433
Sunnudaginn 19. júní 2022 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United reyndi að næla í miðjumanninn Yves Bissouma áður en hann skrifaði undir hjá Tottenham á dögunum.

The Athletic greinir frá þessu en Bissouam gekk nýlega í raðir Tottenham fyrir 25 milljónir punda frá Brighton.

Samkvæmt þessum fregnum reyndi Man Utd að eyðileggja fyrir Tottenham á síðustu stundu en símtalið kom hins vegar einhverjum klukkutímum of sent.

Man Utd hafði skoðað þann möguleika að fá Bissouma í dágóðan tíma en var ekki nógu fljótt að bregðast við og hafði Tottenham betur að lokum.

Bissouma spilaði með Brighton í fjögur góð ár og er fullur tilhlökkunar að spila í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn.

Bissouma var aldrei efstur á óskalista Man Utd í sumar en liðið er helst að eltast við Frankie de Jong, leikmann Barcelona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hinn bráðefnilegi Valdimar Arnar skrifar undir hjá Fredrikstad – Skoraði 34 mörk í sumar

Hinn bráðefnilegi Valdimar Arnar skrifar undir hjá Fredrikstad – Skoraði 34 mörk í sumar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Efnilegur leikmaður frá FH í Val

Efnilegur leikmaður frá FH í Val