fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Besta deild karla: Stjörnunni tókst ekki að fylgja eftir flugeldasýningunni í Víkinni með sigri

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 7. maí 2022 18:11

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan tók á móti Fram í Bestu deild karla í dag.

Fyrir leik var Stjarnan með sjö stig eftir þrjá leiki. Liðið vann magnaðan 5-4 sigur á Víkingum í síðustu umferð. Framarar voru með eitt stig eftir jafnmarga leiki.

Gestirnir áttu góðan fyrri hálfleik og leiddu eftir hann með einu marki gegn engu. Mark þeirra skoraði Guðmundur Magnússon á 27. mínútu.

Stjörnumenn komu öflugri til leiks í seinni hálfleik og uppskáru mark þegar rúmar 20 mínútur lifðu leiks. Emil Atlason skoraði þá með skalla eftir aukaspyrnu Jóhanns Árna Gunnarssonar.

Bæði lið fengu færi til að skora í lok leiks en allt kom fyrir ekki, lokatölur 1-1.

Stjarnan er í fjórða sæti með átta stig. Fram er í því tíunda með tvö stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“