fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Hjörvar og Jóhann um kvöldið: „Mér finnst orkustigið í leik Liverpool verið að fara niður“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 28. maí 2022 08:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni var fyrirferðamikill í Íþróttavikunni með Benna Bó sem er á dagskrá Hringbraut á föstudögum. Þar mætast Real Madrid og Liverpool í París. Hjörvar Hafliðason, doktor Football og íþróttastjóri Viaplay og Jóhann Már Helgason, íþróttaskríbent og sérfræðingur í þættinum sátu í settinu með Benedikt Bóas.

„Maður horfir á þetta þannig að Liverpool er sigurstranglegra. Real var yfirspilað af stórum hluta í einvígjunum gegn PSG og Manchester City. En það er einhver þrautsegja í Real sem breitir leikmyndinni. En líkindin eru 70/30 að mínu mati,“ segir Jóhann Már.

video
play-sharp-fill

Hjörvar segir að þetta sé aðeins búið að jafnast. „Fyrir mánuði síðan hefði ég verið alltaf spáð Liverpool sigri. En. Mér finnst orkustigið í leik Liverpool verið að fara niður. Þeir hafa virkað þreyttir og spilað marga leiki. Mo Salah hefur verið skugginn af sjálfum sér en Mane hefur reyndar verið góður. Ég held að Klopp byrji með Diaz, þó hann verði að fara skora eitthvað. Og miðjan verður Henderson, Thiago og Fabinho. Klopp mun væntanlega halda sig við Matip í vörninni.“

Jóhann kom inn á þreytu Liverpool en liðið hefur spilað hvern einasta leik sem í boði er á þessu tímabili. Hjörvar svaraði þá. „Þetta er helvíti gott ströggl því þeir hafa ekki tapað leik síðan gegn Inter í byrjun mars.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni
Hide picture