fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Allt breyttist hjá fáklædda Íslandsvininum eftir að hún braut reglurnar fyrir framan tugi þúsunda

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 28. maí 2022 09:00

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og fyrirsætan Kinsey Wolanski gerði allt vitlaust þegar hún hljóp inn á völlinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á milli Liverpool og Tottenham árið 2019. Hún hljóp inn á klædd sundbol sem auglýsti vefsíðu þáverandi kærasta hennar. Þetta er ekki eina skiptið sem Wolanski hefur hlaupið óboðin inn á íþróttakappleik en hún stundar það nokkuð reglulega. Fjallað er um uppgang Wolanski í enskum miðlum í dag.

Wolanski var handsömuð og flutt í fangageymslu þar sem hún eyddi nokkrum klukkustundum. Eftir að henni var sleppt lausri tók hún eftir því að fylgjendafjöldi hennar á Instagram hafði farið úr 300 þúsundum í yfir tvær milljónir.

Eftir athæfið varð Wolanski heimsfræg og hefur hún getað nýtt það til að koma sér á framfæri. Fyrirsætan hefur fengið fjölda atvinnutilboða á síðustu árum.

Mynd/Getty

Þá hefur Wolanski einnig stofnað eigin fatalínu sem ber nafnið Kinsey Fit. Það gerði hún í fyrra.

Talið er að atvikið hafi skilað um 3,5 milljónum punda í vasa Wolanski ef allt er tekið inn í myndina. Það gera um 570 milljónir íslenskra króna.

Nú nýlega pantaði Wolanski svo ferð út í geim. Hún hefur því nóg á sinni könnu.

Wolanski er mikill Íslandsvinur og hefur hún komið reglulega hingað til lands. Hún hefur margoft lýst yfir ást sinni á landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Wenger nýr yfirmaður Arnars Þórs

Wenger nýr yfirmaður Arnars Þórs
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fengi miklu meiri gagnrýni ef hann væri ekki í Liverpool

Fengi miklu meiri gagnrýni ef hann væri ekki í Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Chelsea fær frábærar fréttir fyrir mikilvægan leik

Chelsea fær frábærar fréttir fyrir mikilvægan leik
433Sport
Í gær

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Newcastle – Sesko byrjar

Byrjunarlið Manchester United og Newcastle – Sesko byrjar
433Sport
Í gær

Loksins klár í að spila 90 mínútur

Loksins klár í að spila 90 mínútur
433Sport
Í gær

Segir það sama og á síðustu leiktíð – Ekki að berjast um titilinn

Segir það sama og á síðustu leiktíð – Ekki að berjast um titilinn
433Sport
Í gær

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“