fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Uppfyllir hinstu ósk umboðsmannsins umdeilda og tekur við stjórnartaumunum

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 08:15

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíski lögfræðinguinn Rafaela Pimenta hefur tekið við stjórnartaumunum á umboðsskrifstofunni sem umboðsmaðurinn umdeildi Mino Raiola hafði byggt upp. Raiola lést þann 30. apríl síðastliðinn og þetta var hans hinsta ósk til samstarfskonu sinnar.

Þar með eru málefni nokkurra af skærustu knattspyrnustjörnum heims komin í hennar hendur, leikmenn á borð við Erling Braut Haaland, Paul Pogba og Zlatan Ibrahimovic. Það verður því nóg að gera hjá henni í tengslum við Pogba en búist er við því að hann yfirgefi herbúðir Manchester United þegar að samningur hans við félagið rennur út í sumar.

Pimenta hafði verið hægri hönd Raiola í rúm 18 ár þegar að hann féll frá eftir erfið veikindi. Bæði var hún honum til halds og trausts en veitti honum einnig ráðleggingar í ýmsum málum er tengdust leikmönnum hans.

Pimenta með Raiola á Parc des Princes árið 2017 Mynd: Skjáskot

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?
433Sport
Í gær

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Í gær

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Í gær

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar