fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Þetta er maðurinn sem stjörnurnar vilja í verkið – Ferðast um heiminn og var fenginn í sérverkefni á HM 2018

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rakarinn Ahmed Alsanawi er með nokkrar af skærustu stjörnum knattspyrnuheimsins í viðskiptum við sig. Hann ferðast um heiminn, þjónustar þær og fær fyrir ríkuleg laun.

Meðal þeirra sem leita reglulega til Ahmeds eru Jack Grealish leikmaður Manchester City, Eden Hazard leikmaður Real Madrid, Kylian Mbappé leikmaður og stjórnandi hjá Paris Saint-Germain sem og Paul Pogba leikmaður Manchester United.

Ahmed opnaði á sínum tíma rakarastofuna A Star Barbers Shop í Chessington nálægt æfingasvæði Chelsea. Nokkrir af yngri leikmönnum Chelsea gerðu sér reglulega ferðir til hans og síðan þá hefur orðspor hans spurst út.

,,Upphaflega komu yngri leikmenn Chelsea til mín. Leikmenn á borð við Reece James, Dominic Solanke og fleiri. Síðan fékk ég símtal frá John Terry einn dagnin og hann bað mig um að koma á æfingasvæði Chelsea. Ég endaði á að klippa leikmenn Chelsea í rúm þrjú ár. Ég klippti meðal annars José Mourinho daginn sem hann var rekinn frá félaginu.“

Rakarinn hefur meðal annars tekið að sér verkefni fyrir franska landsliðið en á HM 2018 í Rússlandi var honum flogið til Rússlands í þeim tilgangi að klippa leikmenn franska landsliðsins.

Ahmed sló hins vegar almennilega í gegn  þegar að handbragð hans sást á hári Jack Grealish, leikmanni Manchester City. ,,Það vilja allir herma eftir hárgreiðslunni hans,“ segir Ahmed í samtali við The Sun. ,,Meira að segja sonur minn kemur til mín og segist vilja vera með eins hárgreiðslu og Grealish.“ 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by A STAR (@astarbarbers)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fékk skrúfu í pylsuna
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar standa í stað

Strákarnir okkar standa í stað
433Sport
Í gær

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Í gær

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Í gær

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?