fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Alex Þór og félagar töpuðu fyrir toppliðinu

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 19. maí 2022 19:07

Alex Þór Hauksson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn Alex Þór Hauksson var í byrjunarliði Öster er liðið fékk Halmstad í heimsókn í sænsku b-deildinni í kvöld.

Joseph Baffo kom gestunum í forystu með marki úr vítaspyrnu á 22. mínútu en Jesper Westermark jafnaði metin fjórtán mínútum síðar og staðan 1-1 í leikhléi.

Gestirnir tóku aftur forystuna á 65. mínútu þegar Villiam Dahlström skoraði og tvö mörk frá Mikael Bohman og Alexander Johansson á lokakafla leiksins tryggðu gestunum sigurinn, lokatölur 4-1 fyrir Halmstad.

Halmstad situr á toppnum með 19 stig eftir átta leiki. Öster fer niður í 8. sæti með tapinu í kvöld en liðið er með 13 stig.

Alex Þór  fór af velli þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?