fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Nottingham Forest í úrslitaleikinn um sæti í úrvalsdeildinni

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 21:36

Brennan Johnson fagnar marki. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nottingham Forest mætir Huddersfield í úrslitaleik um að komast upp í ensku úrvalsdeildina eftir sigur á Sheffield United í undanúrslitum umspilsins í ensku B-deildinni í kvöld.

Forest vann fyrri leikinn í Sheffield 1-2 og leiddi því fyrir leik kvöldsins.

Brennan Johnson kom Forest yfir á 19. mínútu á heimavelli í kvöld.

Snemma í seinni hálfleik jafnaði Morgan Gibbs-White fyrir Sheffield United og John Fleck kom þeim síðan yfir þegar stundarfjórðungur var eftir.

Lokatölur í kvöld urðu 1-2 og staðan því 3-3 samanlagt eftir tvo leiki. Því var farið í framlengingu. Þar skoraði hvorugt liðið. Það þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar hafði Forest betur, 3-2, og fer því í úrslitaleikinn á Wembley þann 29. maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl