fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Nottingham Forest í úrslitaleikinn um sæti í úrvalsdeildinni

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 21:36

Brennan Johnson fagnar marki. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nottingham Forest mætir Huddersfield í úrslitaleik um að komast upp í ensku úrvalsdeildina eftir sigur á Sheffield United í undanúrslitum umspilsins í ensku B-deildinni í kvöld.

Forest vann fyrri leikinn í Sheffield 1-2 og leiddi því fyrir leik kvöldsins.

Brennan Johnson kom Forest yfir á 19. mínútu á heimavelli í kvöld.

Snemma í seinni hálfleik jafnaði Morgan Gibbs-White fyrir Sheffield United og John Fleck kom þeim síðan yfir þegar stundarfjórðungur var eftir.

Lokatölur í kvöld urðu 1-2 og staðan því 3-3 samanlagt eftir tvo leiki. Því var farið í framlengingu. Þar skoraði hvorugt liðið. Það þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar hafði Forest betur, 3-2, og fer því í úrslitaleikinn á Wembley þann 29. maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?