fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Miður sín eftir að hafa verið vikið frá borði – Höguðu sér skelfilega

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 20:19

Einn stuðningsmaðurinn eftir að honum var vikið frá borði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rangers og Frankfurt mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar annað kvöld.

Í breskum fjölmiðlum í dag kom fram að sex stuðningsmönnum Rangers hafi verið vikið frá borði vélar lággjaldaflugsfélagsins Ryanair í dag á leið sinni til Faro í Portúgal. Úrslitaleikurinn fer fram í Seville.

Stuðningsmennirnir eru sagðir hafa drukkið ansi mikið magn af áfengi af flugvellinum fyrir brottför og verið orðnir mjög ölvaðir.

Einum af þeim var vikið frá borði áður en vélin tók á loft. Hinum var vikið frá borði eftir að vélin hafði stöðvað í Nantes í Frakklandi þar sem ekki var hægt að fá mennina til að haga sér. Voru þeir handjárnaðir af lögreglu við lendingu.

„Hegðun þeirra var skelfileg frá því þeir byrjuðu að hella í sig á flugvellinum fyrir brottför,“ sagði einn farþegi vélarinnar við fjölmiðla.

Með fréttinni má sjá mynd af einum stuðningsmanninum sem var ansi svekktur með að hafa verið vikið frá borði. Hann og vinir hans missa nú af tækifærinu til að sjá lið sitt í úrslitaleik í Evrópukeppni í fyrsta sinn síðan 2008.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mun Brendan Rodgers reyna að kaupa Mo Salah í janúar?

Mun Brendan Rodgers reyna að kaupa Mo Salah í janúar?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Biðlar til fólks að steypa sér ekki í skuldir með för til Bandaríkjanna

Biðlar til fólks að steypa sér ekki í skuldir með för til Bandaríkjanna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur
433Sport
Í gær

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Í gær

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar