fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433

Markvörður Vestra á sjúkrahúsi í tvær vikur eftir að hjarta hans fór að stækka

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. maí 2022 14:49

Brenton fyrir miðju í grári treyju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brenton Muhammad markvörður Vestra hefur undanfarna daga legið á sjúkrahúsi eftir að hjarta hans fór að stækka í kjölfar lungnabólgu.

Markvörðurinn knái hefur verið í herbúðum Vestra frá árinu 2018 en hann kom til Íslands árið 2015 og hafði leikið með Ægi og Tindastól áður en hann fór í Vestra.

„Brenton fékk lungnabólgu, það fór að stækka í honum hjartað,“ sagði Samúel Sigurjón Samúelsson formaður meistaraflokksráðs hjá Vestra í samtali við 433.is.

Sigur Vestra á Aftureldingu verður skoðaður í Lengjumörkunum á Hrinbraut 19:00 í kvöld.

„Hann var sendur suður til Reykjavíkur á sjúkrahús og er þar ennþá. Hann er allur að koma til en það er verið að fylgja honum eftir. Hann er ekkert að spila fótbolta á næstunni,“ segir Samúel.

Brenton fór að finna fyrir slappleika og ákvað að láta skoða málið. „Hann var slappur fyrir æfingaleik á móti ÍA sem var viku fyrir mót. Á þriðjudegi var hann enn slappur og lét þá skoða sig, þetta var þá niðurstaðan.“

„Hann fór í göngutúr núna fyrir stuttu sem hann átti erfitt með. Maður veit ekki hver staðan verður en maður gerir ráð fyrir því að hann spili ekki á næstunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast
433Sport
Í gær

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka
433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans
433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár