fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

City borgaði minna fyrir Haaland og hann fær minna borgað en talað var um

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 08:09

Erling Haaland í leik með Dortmund

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City borgaði miklu minna fyrir Erling Haaland en fjallað hefur verið um. Ensk blöð segja frá.

Alltaf hefur verið talað um að klásúla í samningi Haaland myndi kosta 63 milljónir punda en raunin er að klásúlan var aðeins upp á 51 milljón punda.

City borgaði því uppsett verð til Dortmund í gær þegar félagið staðfesti kaup sín á Haaland fyrir sumarið.

Þá fær Haaland 375 þúsund pund í laun á viku en ekki 500 þúsund pund eins og rætt var um. Hann fær sömu laun og Kevin de Bruyne.

Haaland hefur á tveimur og hálfu ári orðið einn besti knattspyrnumaður í heimi en framherjinn frá Noregi er 21 árs gamall.

Alf-Inge, faðir hans lék meðal annars með Manchester City á ferli sínum en sonurinn fetar nú í fótsport hans.

Real Madrid hafði einnig lagt áherslu á að fá Haaland en nú er allt frágengið og framherjinn fer til Manchester City.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn syrgir Age Hareide – „Svo ótrúlega sorgmæddur“

Knattspyrnuheimurinn syrgir Age Hareide – „Svo ótrúlega sorgmæddur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Áframhaldandi vandræði hjá Reading

Áframhaldandi vandræði hjá Reading
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar