fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Ten Hag byrjar af hörku og styttir sumarfrí leikmanna United

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 10. maí 2022 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag nýr stjóri Manchester United byrjar af hörku í starfi og hefur ákveðið að stytta sumarfrí leikmanna félagsins í sumar.

Enska blaðið Mirror segir frá en leikmönnum hafði verið tjáð að sumarfrí þeirra yrði til 4 júlí.

Nú er hins vegar ljóst að leikmenn United eiga að mæta til starfa 20 júní en um verður að ræða leikmenn sem ekki taka þátt í landsliðsverkefnum í sumar.

Sumir leikmenn munu fá lengra frí vegna landsliðsverkefna en Ten Hag telur leikmenn United ekki vera í nógu góðu formi.

Ten Hag fundar með leikmönnum United í vikunni í gegnum Zoom en hann er að klára tímabilið með Ajax.

Hann er sagður hafa horft á síðustu leiki liðsins og skoðað fyrri leiki tímabilsins, er það hans skoðun að líkamlegt form leikmanna sé ekki nógu gott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni