fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Með skottið á milli lappanna koma Danirnir til Jóns Dags og biðja um hjálp

433
Sunnudaginn 1. maí 2022 09:30

Jón Dagur og Jóhann Berg. Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um stöðu Jóns Dags Þorsteinssonar, í íþróttavikunni með Benna Bó sem er á dagskrá Hringbrautar alla föstudaga klukkan 21. Pálmi Rafna Pálmason, fyrirliði KR, sat í settinu með Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs en farsinn í kringum AGF og Jón Dag tók nýja stefnu í vikunni þegar AGF kallaði aftur á Jón Dag.

„Þetta er ekki fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem ætlar ekki að framlengja samninginn sinn. Að setja hann til hliðar alfarið og hann er í raun búinn að kveðja klúbbinn en svo allt í einu gerist eitthvað. Þetta verður svo ótrúverðug stjórnun hjá klúbbnum. Þetta er vissulega farsi,“ segir Pálmi.

Hann spurði sig hver pæling AGF væri með hegðun sinni. Af hverju það væri ekki verið að nota Jón Dag þó félagið viti að hann sé á förum frá félaginu. „Ég hef sjálfur verið að fara frá félagi og þetta er bara það sem gengur og gerist. Fólk kemur og fer. En að gera þetta svona er eiginlega magnað.“

video
play-sharp-fill

Hörður segir að það sé skiljanlegt að setja hann að einhverju leyti til hliðar en hafa Jón Dag allavega á bekknum en ekki henda honum í frystikistuna. „Þetta sendir hræðileg skilaboð til leikmanna sem eru að fara til AGF í sumar. Að eiga hættuna á því að fá ekkert að spila nema viðkomandi framlengi samninginn sinn.

Stig Inge Björneby, yfirmaður knattspyrnumála hjá AGF lítur bara út eins og fífl í þessu öllu saman. Þeir eru komnir í fallséns og þá taka þeir upp tólið og hringja í Jón Dag.“

Pálmi sem spilaði lengi sem atvinnumaður tekur undir að Jón Dagur komi út úr þessum aðstæðum sem sigurvegari. „Það er allt mjög steikt sem er í gangi þarna. Gott og blessað að leyfa ungum leikmönnum að spreyta sig. En þeir voru ekki öruggir og þá spilar þú bara á þínu sterkasta liði.

Núna eru þeir að koma með skottið á milli lappana og biðja Jón Dag um að koma og hjálpa.“

Hörður segir að það sé skrifað í skýin að Jón Dagur tryggi AGF sigurinn í næsta leik sem er um helgina.

Alla umræðuna má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Steven Gerrard á blaði fyrir áhugavert starf sem var að losna

Steven Gerrard á blaði fyrir áhugavert starf sem var að losna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslenskt teymi í Belfast

Íslenskt teymi í Belfast
433Sport
Í gær

Gætu losað Sancho fyrr – Áhugi frá hans fyrrum félagi

Gætu losað Sancho fyrr – Áhugi frá hans fyrrum félagi
433Sport
Í gær

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn
Hide picture