fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Besta deildin: Læti á Hlíðarenda í seiglusigri Vals á erkifjendunum í KR – Tvö rauð spjöld í uppbótartíma

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 30. apríl 2022 21:13

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur tók á móti KR í 3. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Leiknum lauk með 2-1 sigri Vals.

Fyrri hálfleikurinn var virkilega skemmtilegur og opinn. Liðin sóttu til að byrja með á víxl en KR komst yfir á 18. mínútu leiksins. Pálmi Rafn Pálmason átti sendingu upp hægri vænginn á Kennie Chopart en Jesper Juelsgård missti boltann yfir sig. Kennie gaf boltann fyrir og þar var Kjartan Henry Finnbogason réttur maður á réttum stað og stýrði knettinum í netið.

Valur hélt áfram að sækja marki undir og var orðinn mikill hiti í leiknum. KR-ingar vildu fá vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks er Guy Smit keyrði í bakið á Kjartani Henry en Helgi Mikael dæmdi ekkert. Patrick Pedersen jafnaði metin á 45. mínútu með skalla eftir góðan sendingu frá Birki Má Sævarssyni. Stuttu síðar flautaði Helgi Mikael til hálfleiks þar sem staðan var 1-1.

Leikurinn var mikið stöðvaður á fyrstu mínútum seinni hálfleiks, fyrst vegna meiðsla Sebastian Hedlund og svo vegna höfuðhöggs hjá Kennie Chopart og var sá síðarnefndi borinn út af vegna meiðsla.

Þegar um klukkutími var liðinn af leiknum fengu Valsmenn eitt af betri færum leiksins en Ægir Jarl bjargaði á línu eftir skalla Guðmundar Tryggvasonar. Stuttu síðar fékk Patrick Pedersen sannkallað dauðafæri en Beitir varði vel.

Á 69. mínútu fengu Valsmenn aukaspyrnu og skoraði Jesper Juelsård beint úr spyrnunni, stórkostlegt mark. KR-ingar voru brjálaðir og töldu sig hafa átt að fá aukaspyrnu í aðdragandanum. Mikill hiti var til loka leiksins og var leikurinn mikil skemmtun fyrir áhorfendur. Grétar Snær Gunnarsson fékk að líta rautt spjald fyrir olnbogaskot á Hauk Pál og æsing í kjölfarið í uppbótartíma og sömuleiðis fékk Haraldur Árni Hróðmarsson á bekk Valsmanna beint rautt spjald fyrir mótmæli.

Valsmenn eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en KR-ingar aðeins með þrjú stig eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð.

Valur 2 – 1 KR
0-1 Kjartan Henry Finnbogason (´18)
1-1 Patrick Pedersen (´45)
2-1 Jesper Juelsgård (´70)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sprengju varpað úr herbúðum Real Madrid

Sprengju varpað úr herbúðum Real Madrid
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United sagt vera að landa Brasilíumanninum á rúma 7 milljarða

United sagt vera að landa Brasilíumanninum á rúma 7 milljarða
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hareide með krabbamein í heila

Hareide með krabbamein í heila
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Póllandi

Íslendingar að störfum í Póllandi
433Sport
Í gær

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar
433Sport
Í gær

Tjáir sig um meint ósætti í búningsklefanum

Tjáir sig um meint ósætti í búningsklefanum