fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Hljóðlátur íslenskur töframaður kveður sviðið

433
Sunnudaginn 27. mars 2022 10:00

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um Dóru Maríu Lárusdóttur í íþróttavikunni með Benna Bó sem er á dagskrá Hringbrautar öll föstudagskvöld klukkan 21. Dóra tilkynnti að skórnir væru komnir upp í hillu eftir farsælan 20 ára feril. Baldur Sigurðsson, sérfræðingur um Bestu deildina sat í settinnu með Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs en eiginkona Baldur, Pála Marie Einarsdóttir, lék lengi með Dóru í Val.

„Við Pála kynnumst 2010 og þá fór ég á alla leiki. Ég hef séð gríðarlega marga leiki með Valsliðinu og Dóru Maríu og þetta 2010 lið undir stjórn Freysa, það var að spila ofboðslega góðan fótbolta. Það var hápressa og gríðarlega gott kanntspil með Kristínu Ýr frammi. Svo var Dóra á miðjunni sem var annaðhvort að dæla boltanum út á kannt eða skapa færi.

video
play-sharp-fill

Sagan hennar er svolítið lík Óskari Erni. Það kom tímabíl þar sem hún raðar inn titlum en svo kemur einhver smá niðursveifla. Svo koma þau aftur og rísa upp í lok ferilsins þar sem þau sýna að þau séu á þessum hæsta stalli – því hún er einn sigursælasti og besti leikmaður sem hefur spilað í kvennaboltanum.“

Hörður hafði litlu við þetta að bæta annað en að Dóra væri hljóðlátur töframaður. „Hún og Óskar láta verkin tala. Eru ekkert í viðtölum og þetta eru rúm 20 ár. Lendir í erfiðum meiðslum en kemur samt til baka og er listamaður á vellinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar
Hide picture