fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Jón Daði finnur það hversu mikið Íslendingar eru elskaðir – Upplifir sjálfur ástina á leiknum aftur

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. mars 2022 14:09

Jón Daði Böðvarsson. Mynd/Bolton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er búið að vera æðislegt, að komast almennilega í gang aftur. Þetta var langur tími í Milwall þar sem ég var ekki nálægt því að vera reglulega í alvöru fótbolta. Svo er algjör plús að byrja svona vel,“ segir Jón Daði Böðvarsson framherji Bolton og íslenska landsliðsins á blaðamannafundi á Spáni í dag.

Jón Daði yfirgaf Milwall í janúar og gekk í raðir Bolton þar sem hann hefur blómstrað. Jón Daði segist hafa endurupplifað ást sína á fótbolta í Bolton.

„Það er alveg hægt að segja það, ég get viðurkennt að það voru tímabil í Milwall sem efaðist um þetta hvort ástríðan væri ennþá til staðar. Maður var bara að mæta á æfingar og ekki spila leiki, þess vegna var svo gott að komast annað. Maður fékk spark í rassgatið að þurfa að standa og með því, þegar það gengur vel þá vaknar ástríðan af alvöru. Mér líður eins ég sé endurvakinn, ég er að njóta mín meira en áður fyrr á vellinum.“

GettyImages

Bolton leikur í þriðju efstu deild Englands en Jón Daði hafði spilað fyrir þrjú félög í næst efstu deild Englands.

„Það er kannski örlítill munur. Gæðin eru eitt af því sem þú tekur kannski eftir með liðin í neðri hlutanum, enski fótboltinn er alltaf mikll iðnaður og læti. Síðan er meira um erfiðara velli til að spila fótbolta eins og við í Bolton viljum við gera.“

Eiður Smári Guðjohnsen, Guðni Bergsson, Grétar Rafn Steinsson og Arnar Gunnlaugsson hafa allir skilið eftir gott orð fyrir Íslendinga hjá Bolton.

„Maður finnur fyrir ást á Íslendingum, maður fer í þessa leiki. Það eru 5-6 íslenskir fánar á vellinum, maður heyrir reglulega frá fólki í klúbbnum tala um leikmennina sem voru áður fyrr, á mjög jákvæðan hátt. Maður finnur fyrir því hversu mikið fótboltasamfélag, maður er stoppaður reglulega af fólki fyrir mynd eða spjalla um fótbolta. Þétt samfélag, gaman að vera í þannig umhverfi.“

Íslenska landsliðið tekur nú tvo æfingaleiki gegn Finnlandi og Spáni sem Jón Daði vonast að nýtist vel.

„Það er mjög gott að fá þessa æfingaleiki. Koma okkur meira saman sem lið, við erum búnir að vera að tala um það frá síðasta ári sem við getum bætt. Þetta er hægt og rólega á leið í rétta átt, þetta er mjög jákvætt. Góðir mótherjar að mæta, Spánn er gífurlega sterk þjóð. Jákvætt og erfitt próf.“

„Þetta er öðruvísi, liðið er töluvert mikið breytt. Það er kynslóðaskipti í gangi, ungir leikmenn komnir í þetta. Þeir þurfa að sýna það strax að þeir séu í þessu af alvöru, þetta er mjög spennandi hæfileikar að koma í gegn. Það er mikilvægt fyrir alla og ég held að þeir viti það allir að aldurinn er ekki allt, við erum að þróa liðið og það tekur alltaf smá tíma. Við viljum ná árangri sem allra fyrst, maður finnur það í öllum hópnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 3 dögum

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar