fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Arnar Þór segir ekkert ósætti vera við Guðlaug Victor

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 18. mars 2022 13:45

©Anton Brink 2019 © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands segir enga fýlu vera á milli sín og Guðlaugs Victors Pálssonar sem gefur ekki kost á sér í landsliðið.

Guðlaugur yfirgaf landsliðshópinn í október á síðasta ári í miðju verkefni vegna leiks hjá Schalke í Þýskalandi. Hann gaf ekki kost á sér í  hópinn í nóvember og ekki að þessu sinni.

Ísland mætir Finnlandi og Spáni í æfingaleikjum.  „Það er alls ekkert kurr, við ætluðum að velja hann í nóvember. Hann gaf ekki kost á sér, við sjáum hvað verður fyrir næsta glugga. Þeir voru þrír sem gáfu ekki kost á sér,“ sagði Arnar Þór Viðarsson á fundi í dag.

Arnar þvertók svo fyrir það að fýla væri á milli hans og Guðlaugs en Arnar var verulega ósáttur þegar Guðlaugur yfirgaf hópinn í október á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl