Manchester United tók á móti Atletico Madrid í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Heimamenn virkuðu líklegri í fyrri hálfleik en það var hins vegar Atletico sem komst yfir á 41. mínútu með skallamarki Renan Lodi eftir fyrirgjöf Antoine Griezmann.
Man Utd fékk sín færi til að skora í seinni hálfleiknum. Það tókst hins vegar ekki. Lokatölur 0-1. Atletico vinnur einvígið samanlagt 2-1.
Þetta verða að teljast mikil vonbrigði fyrir Man Utd sem hefur ekki verið að gera merkilega hluti heima fyrir í úrvalsdeildinni.
Benfica í 8-liða úrslit
Benfica fylgir Atletico í 8-liða úrslitin eftir nokkuð óvæntan 0-1 sigur á Ajax í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli í Portúgal.