fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Orðaður við alla en er ekki tilbúinn í bestu deildina – Fær ekki sömu ást og annars staðar

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 8. desember 2022 19:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafael Leao, leikmaður AC Milan, er ekki tilbúinn í að taka næsta skrefið á ferlinum og semja við stórlið Chelsea.

Þetta kemur fram í athyglisverðri grein Football Italia sem fjallar um Leao sem spilar nú með Portúgal á HM.

Football Italia talar um að stuðningsmenn Milan gætu verið áhyggjufullir eftir tvö góð mörk leikmannsins fyrir Portúgal á HM.

Á sama tíma tekur miðillinn fram að frammistaða Leao hafi ekki verið of heillandi heilt yfir og að hann myndi ekki standast pressuna að spila í Ldonon.

Leao er 23 ára gamall og á mikið ólært en að spila í ensku úrvalsdeildinni er annar leikur en að spila á Ítalíu.

Miðillinn nefnir dæmi eins og Romelu Lukaku sem var frábær fyrir Inter Milan en náði ekki sömu hæðum hjá Chelsea og sneri fljótt aftur.

Leao myndi ekki fá sömu ást frá stuðningsmönnum Chelsea og hann fær á Ítalíu og þarf að vinna í ýmsum eiginleikum ef hann ætlar að ná árangri í ensku deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga