fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Hafa ekkert gott að segja um skemmtiferðaskipið – Gestur pissaði fram af svölunum

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 5. desember 2022 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt enskum götublöðum hafa eiginkonur og kærustur enskra landsliðsmanna fært sig af skemmtiferðaskipinu sem þær hafa dvalið á við höfn Doha í Katar og á hótel þar í borg.

Það stóð til að þær myndu færa sig af skipinu þegar liði á Heimsmeistaramótið í Katar sem nú stendur yfir. Þær eru hins vegar allt annað en sáttar með dvölina þar.

Mikil læti eiga að hafa haft áhrif á svefngæði þeirra og þá pissaði einn gestur fram af svölum skipsins á fimmtu hæð.

Þær kvarta yfir hinu og þessu í skipinu. Þeim leið eins og þær væru einangraðar og segja að erfitt hafi verið að hringja í ensku landsliðsmennina.

Það er talið að makar Harry Maguire og Jack Grealish hafi verið fremstar í flokki í kvörtunum yfir verunni á skemmtiferðaskipinu.

Það hefur gengið vel hjá enska liðinu innan vallar. Liðið er komið í 8-liða úrslit HM eftir öruggan 3-0 sigur á Senegal í 16-liða úrslitunum í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Högg í maga Ronaldo og félaga

Högg í maga Ronaldo og félaga
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Villa horfir til Barcelona ef Emi Martinez fer

Villa horfir til Barcelona ef Emi Martinez fer
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Viðræður ganga vel en United gæti sagt nei vegna þessa

Viðræður ganga vel en United gæti sagt nei vegna þessa
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu geggjuð tilþrif Alberts á Ítalíu í gær

Sjáðu geggjuð tilþrif Alberts á Ítalíu í gær
433Sport
Í gær

Amorim enn og aftur spurður út í ósátta manninn

Amorim enn og aftur spurður út í ósátta manninn
433Sport
Í gær

Segir mikla blóðtöku fyrir Garðbæinga að missa Hilmar

Segir mikla blóðtöku fyrir Garðbæinga að missa Hilmar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guardiola hafði ekki þolinmæði í spurningu fréttamanns

Guardiola hafði ekki þolinmæði í spurningu fréttamanns
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert á allra vörum – Nefnir upphæðina sem þarf sennilega að reiða fram fyrir hann

Albert á allra vörum – Nefnir upphæðina sem þarf sennilega að reiða fram fyrir hann