Hjá Manchester United er mikil ánægja með þróun Amad Diallo hjá Sunderland.
Hinn tvítugi Diallo gekk í raðir United í janúar 2021 frá Atalanta. Hann gæti kostað allt að 37 milljónir punda.
Kantmaðurinn náði hins vegar ekki að koma sér í liðið á Old Trafford og fór á lán til Rangers fyrir ári.
Fyrir þetta tímabil var Diallo svo lánaður til Sunderland. Þar hefur gengið vel. Kappinn er búinn að skora sex mörk í ensku B-deildinni.
Búist er við því að Diallo snúi aftur til United í sumar en Sunderland hefur ekki möguleika á að kaupa hann.
Diallo gæti því átt fyrir höndum bjarta framtíð á Old Trafford en mikil ánægja er með hann þessa stundina.
Diallo á fjóra A-landsleiki að baki fyrir Fílabeinsströndina, án þess þó að skora mark.