Alisha Lehmann er ein vinsælasta knattspyrnukona heims.
Hún er 23 ára gömul og á mála hjá Aston Villa á Englandi. Þar hefur hún verið síðan í fyrra.
Lehmann er einnig landsliðskona Sviss. Hún er með yfir tíu milljónir fylgjenda á Instagram.
Sóknarmaðurinn var í sambandi með Douglas Luiz, sem spilar með karlaliði Villa. Því sambandi lauk fyrr á þessu ári.
Lehmann er því á lausu eins og er.
Hún birtir myndir af sér á ströndinni í Miami á dögunum. Athugasemdirnar við færslurnar eru margar á þann veg að fólk furði sig af hverju hún er á lausu.
Myndirnar má sjá hér að neðan.