fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Skilur Ronaldo í kjölfar óvæntra orðróma – „Ég held að það hjálpi honum“

433
Laugardaginn 3. desember 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Seljan, blaðamaður á Stundinni, settist í settið í Íþróttavikunni með Benna Bó, sem sýnd er á Hringbraut á föstudögum. Þar var einnig Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs. 

Cristiano Ronaldo var þar til umræðu. Hann er líklega á leið til Al-Nassr í Sádi-Arabíu og myndi þar verða launahæsti íþróttamaður heims. 

„Ég get skilið hann mætavel, að detta á 38. aldursár, að verða launahæsti íþróttamaður í heimi. Það er einhver egótaug sem honum finnst gaman að kitla. Eins og við sáum í vikunni þegar hann reyndi að ræna marki af liðsfélaga sínum þá er honum nákvæmlega sama um allt nema sjálfan sig,“ segir Hörður og vitnar í atvik þar sem Ronaldo reyndi að eigna sér mark Bruno Fernandes í leik Portúgala á HM í Katar. 

„Ef hann gæti fengið fjóra milljarða að láni gæti hann staðgreitt landsspítalann,“ segir Hörður og bendir á hvað Ronaldo gæti gert fyrir peninginn.  

„Hann er alltaf að pæla í metum. Hann vantar ekkert,“ segir Helgi.  

„Ég held að það hjálpi honum að Lionel Messi ætli að taka ekki ósvipað skref til Bandaríkjanna,“ segir Hörður að lokum.  

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
Hide picture