fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Átök á RÚV í gær – Gunnar og Ólafur ekki sammála: ,,Sagan er ekki bara þinn líftími“

Victor Pálsson
Laugardaginn 3. desember 2022 12:18

Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var tekist á á RÚV í gær er þeir Heimir Hallgrímsson, Ólafur Kristjánsson og Gunnar Birgisson voru í settinu eftir leikina á HM í Katar.

Gunnar vildi meina að stærsti íþróttaviðburður sögunnar myndi eiga sér stað ef Portúgal og Argentína myndu mætast í úrslitaleiknum.

Þar spila tveir af bestu leikmönnum sögunnar en Lionel Messi er leikmaður Argentínu og Cristiano Ronaldo spilar með Portúgal.

Ólafur, fyrrum þjálfari bæði FH og Breiðabliks, svaraði þessum ummælum Gunnars og var langt frá því að vera sammála.

,,Stærsti íþróttaviðburður sögunnar. Af hverju? Tveir bestu knattspyrnumenn, mögulega sögunnar,“ sagði Gunnar er hann útskýrði sitt mál.

Ólafur svaraði þá: ‘Sagan er ekki bara þinn líftími. Sagan er miklu meira. Þú ert svo fókuseraður á það sem hefur gerst síðan þegar þú komst til vits og ára og þú ert farinn að dæma þetta sem stærsta íþróttaviðburð sögunnar.“

Þessa skemmtilegu umræðu má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KA staðfestir komu Diego Montiel

KA staðfestir komu Diego Montiel
433Sport
Í gær

Sjáðu hjartnæmt myndband KSÍ til heiðurs Jóa Berg – Stjarna Manchester United búinn að deila því

Sjáðu hjartnæmt myndband KSÍ til heiðurs Jóa Berg – Stjarna Manchester United búinn að deila því
433Sport
Í gær

Jóhann Berg einlægur eftir magnaðan áfanga – „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu, ég er ótrúlega stoltur“

Jóhann Berg einlægur eftir magnaðan áfanga – „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu, ég er ótrúlega stoltur“