Mörk Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur fyrir Harvard í bandaríska háskólaboltanum eru í þriðja sæti yfir mörk liðsins á árinu sem er að líða.
Harvard er að birta tíu bestu mörkin þessa stundina og eru tvö mörk frá Áslaugu saman í þriðja sæti. Komu þau í sama leiknum og voru einkar glæsileg.
Áslaug lék með Völsungi og síðar Breiðabliki í meistaraflokki hér á landi. Hún hélt út til Harvard í fyrra.
Þá á bakvörðurinn að baki ellefu leiki fyrir A-landsliðið.
Mörkin má sjá hér að neðan.
⚽ 𝐓𝐨𝐩 𝟏𝟎 𝐆𝐨𝐚𝐥𝐬 𝐨𝐟 𝟐𝟎𝟐𝟐 ⚽
#3 – Aslaug Strikes Twice in Texas
Playing at No. 17 TCU, Aslaug Gunnlaugsdottir scored not one, but two goals from distance to power our group to a tying result. #GoCrimson | #OneCrimson pic.twitter.com/0U5joTAkG9
— Harvard Women's Soccer (@Harvard_WSoccer) December 28, 2022