fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Rekinn eftir HM og svo rændur í heimalandinu – Þjófurinn kvartaði yfir gengi liðsins

Victor Pálsson
Mánudaginn 26. desember 2022 18:22

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tite, fyrrum landsliðsþjálfari Brasilíu, hefur ekki upplifað góðan mánuð en hann var rekinn eftir HM í Katar.

Brasilía var eitt sigurstranglegasta lið mótsins en olli töluverðum vonbrigðum að lokum og tapaði í átta liða úrslitum gegn Króatíu.

Tite sneri aftur til heimalandsins eftir HM en var rændur á götum Rio de Janeiro stuttu eftir komuna.

Frá þessu greina brasilískir fjölmiðlar en Tite tapaði keðju sem hann bar um hálsinn. Atvikið átti sér stað klukkan sex að morgni til.

Þjófurinn vissi um hvern væri að ræða og lét Tite einnig heyra það og gagnrýndi frammistöðu brasilíska liðsins á HM.

Tite hafði þjálfað landsliðið frá árinu 2016 og fyrir þremur árum síðan vann liðið Copa America í Suður-Ameríku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum